top of page

Andlitsmeðferðirnar eru allt frá hefðbundnu andlitsbaði og húðhreinsun upp í hágæða dekur svo viðskiptavinurinn upplifi vellíðan og slökun í rólegu umhverfi.

Andlit

Klassískt andlitsbað

Klassískt andlitsbað

með eða án ampullu (60 mín)

15.900 kr

Um þessa meðferð

Hefðbundin andlitsmeðferð sem hentar öllum konum sem körlum. Húðgreining, yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufa, kreistun (ef með þarf), andlits og herðanudd. Að lokum er maski lagður á.

Lúxusandlitsbað  Catiovital (rafræn)

Lúxusandlitsbað Catiovital (rafræn)

(60 mín)

18.800 kr

Um þessa meðferð

Catiovital er rafræn styrkingarmeðferð sem örvar endurnýjun húðfruma og gefur orku og ljóma í húðina;)
Notuð eru mjög virk efni sem eru neydd niður í húðlögin með rafrænu tæki sem vinnur á ótímabærri öldrun húðar. Sannkölluð lúxusmeðferð fyrir húð sem þarfnast upplyftingar til að öðlast unglegra útlit.

Catiovital er mjög virk meðferð fyrir allar húðgerðir (rakagefandi, sefandi, hreinsandi, styrkjandi og þéttandi).
Hægt er að bæta húðslípun og eða þörungamaska inn í meðferðina eftir þörfum.

Express Detox

Express Detox

(30 min)

9.900 kr

Um þessa meðferð

Djúphreinsun með þrefaldri nudd tækni.
Öflug meðferð sem færir þér ferskleika, endurnýjun og ljóma. Hentar öllum húðgerðum.

Lúxusandlitsbað Casmara

Lúxusandlitsbað Casmara

með þörungum & nuddi á hendur (60 mín)

19.800 kr

Um þessa meðferð

Frábær og fullkomin meðferð fyrir allar húðgerðir sem er mjög vinsæl hjá okkur.
Í meðferðinni eru 8 tegundir af mismunandi þörungaandlitsmaska sem gerður er úr þörungaafleiðum sem innihalda tífalt meira af snefilefnum og andoxandi efnum heldur en venjulegum jurtum. Maski er svo valinn sem hentar húðgerð hvers og eins.
Boðið er upp á meðferðir sem eru afeitrandi, hreinsandi, rakagefandi, stinnandi, endurlífgandi, súrefnisbindandi, slakandi, róandi og andoxandi.
Til að ná sem bestum árangri er mælt með því að taka 4 til 6 vikna kúr og síðan viðhald á fjögurra til sex vikna fresti.

Við bjóðum nudd á hendur með Casmaraandlitsbaði.

Acad'aromes lúxus

Acad'aromes lúxus

(90 mín)

24.900 kr

Um þessa meðferð

Hrein ævintýraferð frá Acad‘aromes lúxus ilmolíumeðferð
Meðferðin byrjar á baknuddi þar sem notað er sérstakt ilmolíukerti sem breytist í nuddolíu, því næst tekur við andlitsmeðferð með lúxus ilmolíum sérsniðnum eftir þörfum hvers og eins.
Upplifðu vellíðan og slökun.

Academie andlitsbað

Academie andlitsbað

með modelling maska & ampullu (60 mín)

17.900 kr

Um þessa meðferð

Sérmeðferð fyrir þurra, vannærða og viðkvæma húð sem skortir raka. Húðin verður bjartari og sléttari. Til að ná góðum árangri er mælt með því að koma 1x í viku í 4 vikur eða sem viðbót í andlitsbað.

Ávaxtasýrumeðferð AHA sýrur

Ávaxtasýrumeðferð AHA sýrur

(50 - 60 mín)

17.900 kr

Um þessa meðferð

Mjög öflug húðflögnunarmeðferð. AHA sýrur er efni sem er fært um að meðhöndla jafn ólík vandamál og bólur og ellimörk húðarinnar. Áhrifarík húðmeðferð sem örvar frumuendurnýjun, dregur úr fínum línum, og brúnum blettum og lagar skemmda húðvefi. Kemur í veg fyrir stíflaða kirtla og hefur mjög hreinsandi áhrif á húðina.

Áhrifaríkast er að koma í 4 – 6 meðferðir með viku millibili og viðhalda síðan.

4 - 6 skipti 10% afsláttur

Heitsteinaandlitsbað

Heitsteinaandlitsbað

með kremmaska (60 mín)

20.800 kr

Um þessa meðferð

Slakandi djúpvirkandi andlitsmeðferð með heitum steinum (það er nuddað með heitum steinum). Með því að nota heita steina við nuddið þá er farið dýpra niður í húðina en í hefbundnu nuddi. Þú ferð frá okkur í sæluvímu og húðin ljómar fallega svo þú vilt örugglega koma aftur og aftur.

Heitsteinaandlitsbað

Heitsteinaandlitsbað

með þörungum (60 mín)

22.900 kr

Um þessa meðferð

Slakandi djúpvirkandi andlitsmeðferð með heitum steinum (það er nuddað með heitum steinum). Með því að nota heita steina við nuddið þá er farið dýpra niður í húðina en í hefbundnu nuddi. Þú ferð frá okkur í sæluvímu og húðin ljómar fallega svo þú vilt örugglega koma aftur og aftur.

Nudd og maski

Nudd og maski

(30 mín)

10.900 kr

Um þessa meðferð

Góð slökun í 30mín. Yfirborðshreinsun, nudd og viðeigandi maski lagður á andlitið.

Húðhreinsun

Húðhreinsun

(60 mín)

14.900 kr

Um þessa meðferð

Húðgreining, yfirborðshreinsun og djúphreinsun með kornakremi eða öðrum virkum efnum eins og ensímmaska. Húðin er hituð með gufu eða hitagrímu sem er undirbúningur fyrir kreistun og að lokum er maski valin eftir húðgerð. Á meðan meðferðinni stendur ráðleggur snyrtifræðingur um meðhöndlun um húðina og val á snyrtivörum.

Ráðlagt er að fermingarbörn komi 2 – 3 vikum fyrir fermingu í húðhreinsun og fyrr ef húðin er í slæmu ásigkomulagi.

 Húðhreinsun fyrir 16 ára og yngri

Húðhreinsun fyrir 16 ára og yngri

(60 mín)

13.900 kr

Um þessa meðferð

Húðgreining, yfirborðshreinsun og djúphreinsun með kornakremi eða öðrum virkum efnum eins og ensímmaska. Húðin er hituð með gufu eða hitagrímu sem er undirbúningur fyrir kreistun og að lokum er maski valin eftir húðgerð. Á meðan meðferðinni stendur ráðleggur snyrtifræðingur um meðhöndlun um húðina og val á snyrtivörum.

Ráðlagt er að fermingarbörn komi 2 – 3 vikum fyrir fermingu í húðhreinsun og fyrr ef húðin er í slæmu ásigkomulagi.

rose-petals-smaller.png
bottom of page