
Meðferðir
Gerðu vel við þig
Hjá Snyrtistofunni Rós finnur þú mikið úrval af meðferðum sem dekra við þig frá toppi til táa.
Veldu hér að neðan til að fá yfirsýn yfir hvað er að finna í hverjum flokki fyrir sig.
Húðslípun
Ultrapeel Pepita er ný tækni við örslípun húðarinnar þar sem notaðir eru dauðhreinsaðir kórundumkristallar til að ná fram flögnunaráhrifum (dauðar húðfrumur fjarlægðar) sem er mjög örvandi fyrir starfsemi húðarinnar.
Pepita er notuð með góðum árangri við litabreytingar, öldru...Andlit
Andlitsmeðferðirnar eru allt frá hefðbundnu andlitsbaði og húðhreinsun upp í hágæða dekur svo viðskiptavinurinn upplifi vellíðan og slökun í rólegu umhverfi.
Augu
Falleg augnumgjörð gerir gjæfumun og dregur fram og skýrir lit augna og undirstrikar fegurð augnumgerða.
Fætur
Að koma í fótsnyrtingu er bæði lúxus og nauðsyn. Hjá okkur er jafnmikð af konum og körlum enda snyrtistofan þekkt fyrir að bjóða vandaða fótsnyrtingu. Við leggjum allan okkar metnað í hvern og einn viðskiptavin eins og alla aðra snyrtingu.
Hendur
Á snyrtistofunni notum við Alessandro vörur í handsnyrtingu sem tryggja hámarksárangur með krafti jurta og ilmolía.
Vax
Vaxmeðferð hentar öllum konum sem körlum með óæskilegan hárvöxt. Ef húðin er viðkvæm notum við sérstakt vax sem hefur róandi, bólgueyðandi og rakagefandi áhrif.
Varanleg háreyðing
Frá fyrstu tíð hafa konur lagt meira á sig við háreyðingu en nokkuð annað í fegrunarskyni. Meðferðin er mjög árangursrík fyrir einstaklinga sem hafa mikinn hárvöxt t.d. í andliti.
Gelneglur
Gelneglur eru gerðar úr náttúrulegu efni sem herðir neglurnar, gefur sterkt og endingargott yfirbragð. Þær eru þunnar, sveigjanlegar og hafa eðlilegt útlit. Hægt er að leysa neglurnar upp með acenton. Boðið er upp á gelneglur bæði á hendur og fætur.
Förðun
Förðun við öll tækifæri, brúðkaup, árshátíðir, útskriftir og fermingar.
Dagförðun, kvöldförðun og brúðarförðun.Airbrush
Brúnkumeðferð er frábær lausn í stað ljósabekkja en þeir gefa frá sér útfjólubláa geisla sem geta verið skaðlegir fyrir húðina.
Vörur
Við notumst við Sothys, Alessandro International, Academie og Gehwol vörur í okkar meðferðum. En þær getur þú einnig keypt hjá okkur á stofunni.



